Lífríki Mývatns og Laxár í SuðurÞingeyjarsýslu hefur verið undir miklu álagi undanfarna áratugi og er svæðið á rauðum lista Frá MývatniUmhverfisstofnunar fjórða árið í röð. Kúluskíturinn, sem aðeins finnst á einum öðrum stað í heiminum, er horfinn og botni vatnsins má líkja við uppblásinn eyðisand. Bleikjan, aðalfiskistofn vatnsins, hefur verið nánast friðuð í nokkur ár til að koma í veg fyrir útrýmingu. Hornsílastofninn er í sögulegri lægð. Við rannsóknir síðasta sumar veiddust 319 síli en sambærilegar rannsóknir síðustu tuttugu og fimm ár hafa skilað 300014000 sílum. Hrunið í hornsílastofninum bitnar illa á urriðanum og ljóst að draga verður úr veiðum á honum í sumar samkvæmt kröfum Fiskistofu. Bakteríugróður, sem Mývetningar kalla leirlos, fer vaxandi og hefur síðustu tvö sumur verið með fádæmum og langt yfir þeim heilsuverndarmörkum sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin miðar við í vötnum þar sem útivist er stunduð.

Fjöregg, samtök um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, hvetur sveitarstjórn Skútustaðahrepps til að herða enn róðurinn í þeim umbótum í umhverfismálum sem unnið er að. Sumar eru svo dýrar að ljóst er að 400 manna samfélag mun aldrei standa undir þeim kostnaði. Því heitir Fjöregg á Alþingi og ríkisstjórn að axla sinn hluta ábyrgðarinnar og sýna að lögin um vernd Mývatns og Laxár séu meira en orðin tóm. Heimamenn þurfa nauðsynlega aðstoð, bæði í formi fjár og fagþekkingar, ef von á að vera til að hægt sé að snúa óheillaþróuninni við.

Birt:
8. maí 2016
Tilvitnun:
Fjöregg – félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit „Ályktun aðalfundar FJÖREGGS, félags um náttúruvernd og heilbrigt mannlíf í Mývatnssveit“, Náttúran.is: 8. maí 2016 URL: http://nature.is/d/2016/05/09/alyktun-adalfundar-fjoreggs-felags-um-natturuvernd/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 9. maí 2016

Skilaboð: