Náttúran á ferð um Norðurland
Náttúran.is verður með fyrirlestur á aðalfundi Fjöreggs - félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, á Hótel Reynihlíð fimmtudaginn 31. mars kl. 20:00.
Aðstandendur vefsins Nátturan.is, Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur munu kynna vefinn og þau verkfæri sem boðið er upp á til að efla umhverfismeðvitund og draga úr sóun.
Þau fjalla um hvernig almenningur getur sýnt frumkvæði og átt samstarf við stofnanir og yfirvöld um leiðir til fræðlsu og úrbóta.
Vefurinn Náttúran.is er margþætt safn upplýsinga sem fléttast í nokkur viðmót eftir því hvað notandinn vill nálgast. Helst er að nefna Endurvinnslukortið, Græna kortið, Húsið og Vistrækt sem byggja á þúsundum greina og skráninga sem veita ítarlegar upplýsingar um nánast hvað sem er sem varðar viðfangsefni vefsins.
Vefurinn hefur verið starfræktur í um áratug og hlotið fjölmargar viðurkenningar.
-
Náttúrukynning á aðalfundi Fjöreggs
- Staðsetning
- None Reykjahlíð
- Hefst
- Fimmtudagur 31. mars 2016 20:00
- Lýkur
- Fimmtudagur 31. mars 2016 21:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Einar Bergmundur, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúran á ferð um Norðurland“, Náttúran.is: 30. mars 2016 URL: http://nature.is/d/2016/03/30/natturan-ferd-um-nordur-og-austurland/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 31. mars 2016