Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar mun ganga frá drögum að tillögum sínum um flokkun virkjunarkosta þann 30. mars nk. Til að auðvelda almenningi og hagsmunaaðilum að kynna sér drögin efnir verkefnisstjórn til kynningarfunda, sem hér segir:

31.3. - Reykjavík, Kaldalón í Hörpu, kl. 14-16

6.4. - Grindavík, Gjáin, kl. 20-22

7.4. - Kirkjubæjarklaustur, fundarstaður ekki ákveðinn, kl. 16:30-18:30

7.4. - Selfoss, Hótel Selfoss, kl. 20:30-22:30

11.4. - Stórutjarnir, Stórutjarnaskóli, kl. 20-22

12.4. - Akureyri, Hamrar í Hofi, kl. 12-14

12.4. - Varmahlíð, Miðgarður, kl. 20-22

13.4. - Nauteyri við Ísafjarðardjúp, Steinshús, kl. 20-22

Á fundunum mun verkefnisstjórn kynna tillögudrögin og sitja fyrir svörum að kynningu lokinni. Boðið verður upp á kaffiveitingar (léttan hádegisverð á fundinum á Akureyri). Fundirnir eru öllum opnir og ekki er þörf á að skrá sig.

Birt:
21. mars 2016
Uppruni:
Rammaáætlun
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Rammaáætlun „Kynningarfundir um drög að tillögu verkefnisstjórnar“, Náttúran.is: 21. mars 2016 URL: http://nature.is/d/2016/03/21/kynningarfundir-um-drog-ad-tillogu-verkefnisstjorn/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: