Náttúruvá í Rangárþingi
Rangárvallasýsla og nágrannasveitir hennar eru markaðar af aldalangri sögu náttúruhamfara. Á svæðinu eru einhver virkustu eldstöðvakerfi landsins og hraunflæði, öskufall og hamfarahlaup hafa mótað ásýnd landsins og byggðaþróun. Á málþinginu Náttúruvá í Rangárþingi sem haldið verður í Gunnarsholti 25. febrúar er ætlunin að draga saman reynslu af síðustu náttúruhamförum á svæðinu, hvers megi vænta og hvað sé unnt að gera til að draga úr tjóni af völdum náttúruvár.
Þingið er haldið af Rótarýklúbbi Rangárvallasýslu í samstarfi við Landgræðslu ríkisins. Fundarstjóri verður Magnús B. Jónsson. Þingið er haldið á 50 ára afmæli Rótarýsklúbbs Rangæinga. Boðið er upp á léttan hádegisverð sem hefst kl. 11.30.
Málþingið er öllum opið og þátttaka er ókeypis en það auðveldar undirbúning ef fólk vildi skrá sig með því að senda tilkynningu um þátttöku á netfangið edda@land.is .
11:30-12:30 Súpa að hætti hússins
12:40-12:50 Gestir boðnir velkomnir: Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri
12:50-13:00 Málþing sett: Forseti Rótarklúbbs Rangæinga, Guðmundur Halldórsson rannsóknastjóri Landgræðslu ríkisins
13:00-13:10 Tónlistaratriði
13:10-13:20 Rótarýklúbbur Rangæinga 50 ára: Ávarp Magnús B. Jónsson, umdæmisstjóri
13:20-13:40 Afhending viðurkenninga fyrir samfélagsþjónustu í héraði
13:40-13:50 Tónlistaratriði
13:50-14.05 Hvað höfum við lært af undanförnum náttúruhamförum?: Sigrún Karlsdóttir, Náttúruvárstjóri, Veðurstofu Íslands
14:05-14:20 Náttúruvá – breyttir tímar: Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor við HÍ
14:20-14:35 Náttúruvá – skipulagsmál: Málfríður K. Kristiansen, sérfræðingur Skipulagsstofnun
14:35-15:00 Almannavarnir í Rangárþingi: Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri Suðurlands
15:00-15:20 Kaffi
15:20-15:35 Að búa samfélög undir náttúruvá: Guðrún Pétursdóttir, prófessor HÍ
15:35-15:55 Umræður
15:55-16:00 Málþingsslit
-
Náttúruvá í Rangárþingi
- Staðsetning
- None Gunnarsholt
- Hefst
- Fimmtudagur 25. febrúar 2016 11:30
- Lýkur
- Fimmtudagur 25. febrúar 2016 16:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Landgræðsla ríkisins „Náttúruvá í Rangárþingi“, Náttúran.is: 22. febrúar 2016 URL: http://nature.is/d/2016/02/22/natturuva-i-rangarthingi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. febrúar 2016