Ný reglugerð um endurnýtingu úrgangs
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett nýja reglugerð um endurnýtingu úrgangs. Reglugerðinni er ætlað að hvetja til endurnýtingar úrgangs og stuðla þannig að betri nýtingu hráefna og auðlinda.
Áhugi íslenskra fyrirtækja hefur aukist á því að nýta ýmiss konar úrgang við framleiðslu á nýjum vörum með mismunandi endurnýtingaraðferðum. Í því sambandi er mikilvægt að skýrt sé hvenær úrgangur teljist ekki lengur vera úrgangur, m.a. tilliti til þess að hann skapi ekki hættu fyrir heilbrigði manna og dýra og skaði ekki umhverfið. Við gerð reglugerðarinnar var litið til framkvæmdar umhverfisstofnunarinnar í Bretlandi.
Reglugerðin gildir um endurnýtingu úrgangs í atvinnuskyni og skal Umhverfisstofnun gefa ráðgefandi álit áður en úrgangur fer í endurnýtingu og áður en endanleg vara fer á markað. Er í því sambandi kveðið á um þá þætti sem Umhverfisstofnun skal taka mið af þegar hún veitir álit sitt um endurnýtingu úrgangs.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Ný reglugerð um endurnýtingu úrgangs“, Náttúran.is: 12. janúar 2016 URL: http://nature.is/d/2016/01/12/ny-reglugerd-um-endurnytingu-urgangs/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.