Jólakryddin. Grafík: Guðrún Tryggvadóttir.Lyktarskin okkar er ákvaflega næmt á jólunum og sum krydd eru einfaldlega ómissandi. Að ekki sé minnst á lyktina af greninu, jólatrénu í stofunni og hangiketinu.

Lykt kallar fram minningar um liðin jól, bakkelsi og veislumat sem tilheyra hefðinni sem við sköpum til að stilla klukku lífsins sem tifar, ár eftir ár, jól eftir jól.

Reykkelsi og myrra, tvær af gjöfum vitringanna til nýfædds Jesúbarnsins voru á þeim tíma eitt það verðmætusta sem til var. Bæði eru náttúrlegir ilmgjafar sem höfðu og hafa enn mikla þýðingu við helgihöld hinna ýmsu trúarbragða.

Jólakryddin sem við notum í dag tengjast helst framandleika austurlanda fjær. Af einhverri ástæðu hleypir angan þeirra okkur á æðra svið en töframáttur jurta er auðvitað eitt af stóru leyndarmálum náttúrunnar og sem við göngumst við á hátíðum sem eiga sögulegar og trúarlegar rætur.

Helstu jólakryddin eru kanill, negull, stjörnuanis, einiber og múskat.

Birt:
24. desember 2015
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ilmur af jólum – Jólakrydd “, Náttúran.is: 24. desember 2015 URL: http://nature.is/d/2015/12/24/ilmur-af-jolum-jolakrydd/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: