Í vikunni kom út nýtt app fyrir iPad frá íslenska hugbúnaðarhúsinu Gebo Kano ehf.

„Heimurinn okkar - Dýr í hættu" er fyrsta appið í flokki þema-appa með mismunandi áherslum. Dýr í hættu er í senn námsefni í tölfræði fyrir börn og fróðleikur um dýr í útrýmingarhættu. Appið er hugsað fyrir börn á aldrinum 9-12 ára. Notandi fer í hlutverk aðstoðarmanns vísindastofnunar sem vinnur við að rannsaka og skrásetja líf og umhverfi dýra í útrýmingarhættu.
Forritið er byggt upp á verkefnum í tölfræði sem tengjast dýrunum og náttúrunni. Fjallað er um hvaða hættur stafa að dýrunum s.s. mengun, skógeyðing, loftlagsbreytingar og veiðiþjófnaður.

Gerð appsins var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna. Efnið í appinu er frumsamið, forritun og hönnun er íslensk. Grafík er keypt í gegnum shutterstock.

Hægt er að nálgast appið í App Store og kostar það 4,95 dollara.:
https://itunes.apple.com/app/heimurinn-okkar-dyr-i-h-ttu/id1054644503?mt=8

Birt:
9. desember 2015
Uppruni:
Geba Kano ehf
Tilvitnun:
Guðný Þorsteinsdóttir „Nýtt íslenskt dýra- og tölfræðiapp“, Náttúran.is: 9. desember 2015 URL: http://nature.is/d/2015/12/09/nytt-islenskt-dyra-og-tolfraediapp/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: