Náttúruverndarlög samþykkt samhljóða
Ný náttúruverndarlög sem leysa munu lög frá 1999 af hólmi voru samþykkt á Alþingi rétt fyrir klukkan tvö í gær þ. 12. nóvember 2015 með 42 samhljóða atkvæðum. Þingmenn allra flokka hafa sagt við atkvæðagreiðsluna að lögin séu stórt framfaraskref, búið sé að lenda helstu ágreiningsefnum og ljóst sé að tíminn hafi verið notaður vel og hann hafi komið náttúrunni til góðs.
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir þingið hafa þurft á tímanum að halda enda hafi margt breyst á tveimur árum, ekki síst gríðarleg fjölgun ferðamanna. Ráðherra sagðist fagna niðurstöðunni, hún sagði um gleðistund að ræða þar sem leikreglur hefðu verið skýrðar en um leið settar auknar kröfur á ráðuneyti og stofnanir.
Birt:
13. nóvember 2015
Tilvitnun:
Ríkisútvarpið „Náttúruverndarlög samþykkt samhljóða“, Náttúran.is: 13. nóvember 2015 URL: http://nature.is/d/2015/11/13/natturuverndarlog-samthykkt-samhljoda/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.