Frá minningarathöfn um Ragnheiði Brynjólfsdóttur í Skálholti 2015, mynd: Einar BergmundurSkálholtsskóli og Skálholtsstaður standa fyrir málþingi um umhverfismál í Skálholti 10. nóvember n.k. undir yfirskriftinni “Af jörðu ertu kominn…”. Málþingið er öllum opið.

Dagskrá málþingsins er sem hér segir:

10:00-10:10     Upphaf: sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup.
10:10-10:25     Siðferðiskreppa samtímans; “Laudato si” Frans páfi, hagkerfi heimsins og loftslagsbreytingar. Halldór Reynisson verkefnisstjóri
10:25-10:40     Stærsta málið: Sjálfbærni, ber jörðin allan þennan fjölda? Dr.Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor.
10:40-10:55     Umhverfissiðfræði; án ábyrgðar? Dr. Jón Ásgeir Kalmansson heimspekingur.

10:55-11:15    Kaffihlé

11:15-11:40  Landnýting og landvernd. Sigurður Loftsson formaður Samtaka kúabænda.
11:40-12:00 Tolkien og umhverfið – brot úr bíómynd

12:00-12:15     Umræður; Systir mín sól – bróðir minn Máni: “Á ég að gæta bróður míns ?”

12:15-13:00    Matarhlé 

13:00-13:15     Hver á að gæta hagsmuna landsins? Andrés Arnalds, staðgengill landgræðslustjóra.
13:15-13:30     Af hverju votlendi? dr. Hlynur Óskarsson vistfræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum.
13:30-13:45     Grænar kirkjur; siðfræði Norðurslóða (Ethics of the Artic); Tinna Víðisdóttir framkvæmdastjóri kirkjuráðs.
13:45-14:00     Anno Domini 2015, ár jarðvegs; Þórunn Pétursdóttir landgræðsluvistfræðingur.
14:00-14:20     Paradísarheimt í Skálholti; jurtagarðurinn skoðaður
14:20-14:50     Hagkerfið, hagvöxtur og sjálfbærni; Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður, dr. Lára Jóhannsdóttir lektor.
14:50-15:20     Umræður: Hagkerfið – náttúran; óvinir? Loftslagsráðstefna S.Þ. í París – Hvað gerist? Eða gerist ekki neitt?

15:20               Þinglok – kaffi

Hægt er að kaupa hádegismat og kaffi  í Skálholtsskóla.

Nánar


Birt:
9. nóvember 2015
Höfundur:
Skálholt
Tilvitnun:
Skálholt „Af jörðu ertu kominn…“, Náttúran.is: 9. nóvember 2015 URL: http://nature.is/d/2015/11/09/af-jordu-ertu-kominn/ [Skoðað:5. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: