Drög að breytingum á reglugerð um rafhlöður og rafgeyma til kynningar
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingum á reglugerð um rafhlöður og rafgeyma.
Markmiðið með breytingunni er tvíþætt. Annars vegar þarf að uppfæra reglugerðina miðað við breytingar sem gerðar hafa verið á lögum um meðhöndlun úrgangs. Þar var m.a. ábyrgð á rekstri skráningarkerfis framleiðanda og innflytjanda rafhlaðna og rafgeyma fært frá Úrvinnslusjóði til Umhverfisstofnunar og síðarnefndu stofnuninni einnig falið að hafa eftirlit með framkvæmd þessara mála.
Hins vegar þarf að uppfæra reglugerðina vegna innleiðingar á breytingum á tilskipun Evrópusambandsins um rafhlöður og rafgeyma. Þær breytingar varða markaðssetningu færanlegra rafhlaðna og rafgeyma sem innihalda tiltekin efni.
Að lokum eru gerðar smávægilegar breytingar til að skerpa á verkaskiptingu Umhverfisstofnunar og heilbrigðisnefnda í eftirliti.
Hægt er að senda inn umsagnir um drögin til og með 6. nóvember 2015 á netfangið postur@uar.is og í bréfpósti á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.
Drög að breytingu á reglugerð nr. 1020/2011 um rafhlöður og rafgeyma
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Drög að breytingum á reglugerð um rafhlöður og rafgeyma til kynningar“, Náttúran.is: 3. nóvember 2015 URL: http://nature.is/d/2015/11/05/drog-ad-breytingum-reglugerd-um-rafhlodur-og-rafge/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 5. nóvember 2015