Mold og mannmergð - Vistkerfi í þéttbýli
Miðvikudaginn 4. nóvember mun samstarfshópur um Ár jarðvegs ljúka örfyrirlestraröð Árs Jarðvegs 2015 með því að opna á umræðu um vistkerfi í þéttbýli. Fundurinn verður á Kaffi Loka og hefst kl. 12 og lýkur kl. 13.
Þema fundarins er „Mold og Mannmergð“ – um mikilvægi moldarinnar í borgarvistkerfum.
Fyrirlesarar eru:
- Ása L. Aradóttir, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands - Náttúrulegri borgir.
- Hrönn Hrafnsdóttir, Verkefnisstjóri stefnumótunar og þróunar, Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar - Grænt og grátt í Reykjavík.
- Hrafnkell Proppé, Svæðisskipulagsstjóri, Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins - Áhrif vaxtar á vistkerfi höfuðborgarsvæðisins.
Spurningarnar sem þar verða ræddar snerta okkur öll – en nefna má:
- Hvernig getum við í auknum mæli byggt upp "sjálfbær" og að mestu viðhaldsfrí vistkerfi innan þéttbýlis?
- Hvaða áhrif hefur aukin trjágróður í þéttbýli á t.d. loftgæði, vatnsmiðlun og kolefnisbindingu?
- Ætti þéttbýlið að móta sér stefnu í að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga með því að efla vistkerfi innan byggðakjarna samhliða stefnu um grænni samgöngumáta og minni losun gróðurhúsalofttegunda?
- Hafa virk og fjölbreytt borgarvistkerfi mögulega jákvæð áhrif á heilsufar íbúa?
- Hvað með leiðir til að draga úr ógegndræpu yfirborði (um 47% af yfirborði lands innan höfuðborgarsvæðisins er malbikað/steinsteypt)?
- Getum við/eigum við að hanna græn svæði þannig að ekki þurfi að slá þau né sinna öðru viðhaldi að neinu marki? Hvað með aðrar leiðir til umhirðu grænna svæða; svo sem með stýrðri búfjárbeit?
- Er hægt að útbúa matjurtagarða fyrir almenning/íbúa innan hverfa?
- Hvernig eru þessu mál meðhöndluð í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem og í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur?
- Verulegur hluti vistkerfa í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er í lélegu ástandi og langt undir vistgetu – ætla sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að leggja sitt af mörkunum til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga til dæmis með því að fara í markvissa endurheimt vistkerfa í nágrenni höfuðborgarsvæðisins?
Nánari upplýsingar gefur Þórunn Pétursdóttur, landgræðsluvistfræðingur hjá Landgræðslunni.
Þórunn er með netfangið thorunnp@land.is og síma 856 0430 eða 773 5564.
-
Mold og mannmergð í Kaffi Loka
- Staðsetning
- None Lokastígur 28
- Hefst
- Laugardagur 07. nóvember 2015 12:00
- Lýkur
- Laugardagur 07. nóvember 2015 13:00
Tengdir viðburðir
Birt:
28. október 2015
Tilvitnun:
Áskell Þórisson „Mold og mannmergð - Vistkerfi í þéttbýli“, Náttúran.is: 28. október 2015 URL: http://nature.is/d/2015/10/28/mold-og-mannmergd-vistkerfi-i-thettbyli/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.