Umhverfisvaktin við Hvalfjörð gerir athugasemd við tillögu að nýu starfsleyfi fyrir Norðurál
Athugasemdir Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð við tillogu Umhverfisstofnunar að nýju starfsleyfi fyrir Norðurál ehf á Grundartanga.
Umhverfisvaktin við Hvalfjorð gerir eftirfarandi athugasemdir við tillogu að nýju starfsleyfi fyrir Norðurál ehf. eins og hún birtist á vef Umhverfisstofnunar sjá http://umhverfisstofnun.is/library/Skrar/Einstaklingar/Mengandi-Starfssemi/alver/Nordural-Grundartanga/nordural_tillaga_starfsleyfi.pdf
Í fyrsta lagi er því harðlega mótmælt að Norðuráli verði heimilað að auka framleiðslu sína á áli úr 300.000 tonnum í 350.000 tonn, sbr. ákvæði 1.2.
Í öðru lagi er fullyrðingum forsvarsmanna Norðuráls um skaðleysi framleiðslunnar gagnvart húsdýrum mótmælt sem rongum, en þessar fullyrðingar eru notaðar af fyrirtækinu til stuðnings ýmsum krofum sínum.
Í þriðja lagi er því harðlega mótmælt að Norðurál hafi áfram umsjón með vöktun, mælingum og mati á þeim, ásamt útgáfu skýrslna vegna eigin mengunar.
Í fjórða lagi er þess krafist að mælingar á loftmengun utan þynningarsvæðis álversins á Grundartanga fari fram með fullnægjandi hætti allt árið.
Að auki og ofangreindu til rokstuðnings eru hér á eftir gerðar athugasemdir við einstaka liði í tillögu Umhverfisstofnunar að nýju starfsleyfi Norðuráls ehf á Grundartanga.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisvaktin við Hvalfjörð „Umhverfisvaktin við Hvalfjörð gerir athugasemd við tillögu að nýu starfsleyfi fyrir Norðurál“, Náttúran.is: 19. október 2015 URL: http://nature.is/d/2015/10/19/umhverfisvaktin-vid-hvalfjord-gerir-athugasemd-vid/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.