#MittFramlag – Ljósmyndaleikur gegn loftslagsbreytingum
Evrópustofa, Umhverfisstofnun, Náttúruverndarsamtök Íslands, Reykjavíkurborg, Franska sendiráðið, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur Evrópu og Kapall standa saman að ljósmyndaleiknum #MittFramlag.
Hér um að ræða aðila sem með einum eða öðrum hætti láta sig loftlagsbreytingar miklu varða. Loftlagsbreytingar eru ekki bara vandi fyrir sérfræðinga sem mæta á ráðstefnur – heldur er um að ræða vanda sem snýr að öllum jarðarbúum og snertir okkur öll – sem og komandi kynslóðir. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að vekja almenning til aukinnar meðvitundar um orsakir og afleiðingar loftlagsbreytinga, en einnig hvernig hver og einn getur lagt sitt af mörkum til að draga úr afleiðingum þeirra.
Hver er stærsti litli hluturinn sem þú getur gert í dag til að draga úr loftlagsbreytingum. Ætlar þú að hjóla, ganga eða nýta almenningssamgöngur? Gróðursetja og kolefnisjafna? Nota minna plast og stuðla að minni mengun? Ætlar þú að fræðast um loftlagsbreytingar, hugsanlegar afleiðingar þeirra og þau markmið sem þjóðir heims eru að setja sér um þessar mundir til að draga úr þeim?
Það eru margar leiðir til að leggja sitt af mörkum. Ein leið er velta vandanum fyrir sér og taka þátt í léttum ljósmyndaleik. Um leið og þú tekur þátt áttu möguleika á að vinna glæsilega ferð fyrir tvo til Parísar eða reiðhjól frá Erninum.
Snúðu þér vinsamlega að Evrópustofu ef þú hefur athugasemdir eða spurningar varðandi verkefnið; í síma 527 5700 eða sendu tölvupóst í netfangið evropustofa@evropustofa.is
Facebook síða verkefnisins er www.facebook.com/mittframlag en þar eru reglulega settir inn fróðleiksmolar um loftlagsbreytingar
Vefsíður aðstandenda ljósmyndaleiksins #MittFramlag
Evrópustofa
Vefsíða Evrópusambandsins um loftlagsbreytingar
Umhverfisstofnun
Reykjavíkurborg; umhverfisstefna Umhverfis- og skiplagssviðs
Náttúruverndarsamtök Íslands; um loftlagsbreytingar
Birt:
Tilvitnun:
Evrópustofa „#MittFramlag – Ljósmyndaleikur gegn loftslagsbreytingum“, Náttúran.is: July 4, 2015 URL: http://nature.is/d/2015/07/04/mittframlag-ljosmyndaleikur-gegn-loftslagsbreyting/ [Skoðað:March 17, 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.