Útrýming tegunda er tvöföld á við það sem áðu var talið og vísindamenn sem standa að greininni: Accelerated modern human–induced species losses: Entering the sixth mass extinction segja að sjötta tortímingin standi yfir og sé á fullri ferð.

Þetta eru ekki góðar fréttir en hafa svosem verið að berast í smáskömmtum s.s. varðandi evrpóska fugla nýverið. Sjávardýr sem lifa ekki af súrnun sjávar. Heilu antilópustofnarnir í austur Evrópu. Og margt sem enn er óuppgötvað. 

Það virðist vera regla að allar nýjar vísindagreinar segi að sú ógnvænlega þróun sem nú á sér stað sé tvöfalt verri en áður var talið. 

Ekki gott. 

Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr mengun sem stuðlar að tortímingu náttúrunnar og þá okkar lika. Því þrátt fyrir hugmyndir sumra um að mannskepnan sé náttúrunni æðri þá erum við háð flugum, ormum, bakteríum, svifi, regni og mold til að lifa. Eyðileggjum við það verðum við ein þeirra tegunda sem tortimist.

Jörðin mun ná sér á strik aftur. En án okkar.

Birt:
19. júní 2015
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Sjötta tortímingin á fleygiferð“, Náttúran.is: 19. júní 2015 URL: http://nature.is/d/2015/06/19/sjotta-tortimingin-fleygiferd/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: