Umhverfisþing haldið 9. október 2015 - Samspil náttúru og ferðaþjónustu
Skráning á IX. Umhverfisþing stendur nú sem hæst. Þingið verður haldið föstudaginn 9. október á Grand Hótel í Reykjavík. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um samspil náttúru og ferðamennsku.
Fyrir hádegi verða flutt inngangserindi um þema þingsins. Meðal ræðumanna er heiðursgestur þingsins, Susan Davies forstjóri Scottish Natural Heritage, en stofnunin hefur umsjón með náttúruvernd og sjálfbærri nýtingu náttúru í Skotlandi. Davies mun ávarpa þingið og m.a. fjalla um reynslu stofnunarinnar af því að samþætta náttúruvernd við útivist og ferðamennsku.
Eftir hádegi verður þinginu skipt í tvær málstofur. Í annarri málstofunni er spurt hvort ferðamennska í náttúru Íslands sé ógn eða tækifæri í náttúruvernd. Í hinni er fjallað um friðlýst svæði, vernd þeirra, skipulag, rekstur og fjármögnun.
IX. Umhverfisþing, 9. október 2015 á Grand Hótel, Reykjavík
Samspil náttúru og ferðaþjónustu
Dagskrá
08:30 – 09:00 Skráning
Þingsetning
- 09:00 Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
- 09:20 Ávarp heiðursgests: Susan Davies, forstjóri Scottish Natural Heritage. Erindið verður flutt á ensku. Að loknu erindinu svarar Davies fyrirspurnum úr sal.
- 10:00 Nemendur grunnskólanna á Hellu, Hvolsvelli og Þjórsárskóla kynna vistheimtarverkefni.
10:15 – 10:40 Kaffihlé
Ávörp
- 10:40 Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
- 10:50 Fulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar.
- 11:00 Fulltrúi náttúru- og umhverfisverndarsamtaka.
Inngangserindi
- 11:10 Hvers virði er náttúran? Dr. Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
- 11:25 Hugleiðing um villta náttúru og ferðamenn, er þar samleið? Dr. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs.
- 11:40 Almennar fyrirspurnir og umræður um inngangserindi.
Almennar umræður
12:15 – 13:30 Matarhlé
Málstofur
13:30 – 15:45 A. Ferðamennska í náttúru Íslands - ógn eða tækifæri í náttúruvernd?
- 13:30 Almannaréttur – hvað felur hann í sér? Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun.
- 13:40 Þolmörk ferðamannastaða. Rannveig Ólafsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.
- 13:50 Friðlýsing, frysting eða hreyfiafl? Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri hjá Umhverfisstofnun.
- 14:00 Jarðminjar og vernd þeirra. Lovísa Ásbjörnsdóttir og Kristján Jónasson, sviðsstjórar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
- 14:10 Ferðamannavegir – hið óleysta vandamál „óformlega vegakerfisins“ og utanvegaaksturs. Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.
- 14:20 Hlutverk leiðsögumanna í náttúruvernd.Kristín Hrönn Þráinsdóttir, fagstjóri leiðsögunáms í Menntaskólanum í Kópavogi.
- 14:40 Bændur í sátt við náttúru og ferðamenn. Jóhanna María Sigmundsdóttir, alþingismaður
14:50 Almennar umræður í málstofu
13:30 – 15:45 B. Friðlýst svæði – vernd, skipulag, rekstur og fjármögnun
- 13:30 Straumar og stefnur í rekstri þjóðgarða og friðlýstra svæða. Jón Geir Pétursson, skristofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
- 13:40 Uppbygging innviða á ferðamannastöðum. Sigríður Svana Helgadóttir, lögfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
- 13:50 Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull – hvaða þýðingu hefur hann fyrir samfélagið? Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.
- 14:00 Stefnumótun fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður.
- 14:10 Friðun Teigarhorns – skipulag og áætlanir um gönguleiðir. Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.
- 14:20 Hornstrandafriðlandið- virði og framtíðarhorfur. Gauti Geirsson, verkfræðinemi og ferðaþjónn á Hornströndum.
- 14:40 Landnýting í sátt við náttúruna - Landslagsverndarsvæði skv. skilgreiningu IUCN. Ólafur Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.
- 14:50 Almennar umræður í málstofu.
Stutt hlé
16.00 Lokaorð umhverfis- og auðlindaráðherra og þingslit
Síðdegishressing í boði umhverfis- og auðlindaráðherra
Yfirskrift fyrirlestra gætu átt eftir að taka breytingum.
Nauðsynlegt er að allir þátttakendur skrái sig á þingið hér á heimasíðu ráðuneytisins. Skráning stendur til 6. október.
Hægt er að fylgjast með þinginu hér http://streymi.nyherji.is/Mediasite/Play/96b15a84633b4727bb22f562245eef5a1d
-
Umhverfisþing 2015
- Staðsetning
- Grand Hótel - Sigtún 38
- Hefst
- Föstudagur 09. október 2015 08:30
- Lýkur
- Föstudagur 09. október 2015 17:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Umhverfisþing haldið 9. október 2015 - Samspil náttúru og ferðaþjónustu“, Náttúran.is: 6. október 2015 URL: http://nature.is/d/2015/06/11/umhverfisthing-haldid-9-oktober-2015/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. júní 2015
breytt: 9. október 2015