Dagur hinna villtu blóma 2015
Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 14. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta vita á póstfangið hkris@nett.is sem fyrst. Taka þarf fram hvar fólk á að mæta, og á hvaða tíma dagsins 14. júní. Gjarnan mættu einnig fylgja með upplýsingar um hvað markverðast er að sjá á því svæði sem skoðað verður. Upplýsingum verður safnað saman hér á vefsíðuna og dagurinn auglýstur eins og gert hefur verið síðastliðin ár.
Árið 2015 verður boðið upp á plöntuskoðunarferðir þann 14. júní sem hér segir:
- Reykjavík: Fossvogur. Mæting kl. 14:00 við ylströndina í Nauthólsvík. Leiðsögn: Snorri Sigurðsson.
- Reykjavík: Elliðaárdalur. Mæting við hesthús Fáks við Sprengisand kl. 11:00 og gengið þaðan. Gestir eru hvattir til að taka með sér flóruhandbækur og stækkunargler. Fjallað verður um gróður svæðisins og plöntur greindar. Leiðsögn: Hjörtur Þorbjörnsson.
- Borgarnes: Fólkvangurinn Einkunnir. Mæting kl. 10:00 við bílastæðin við Álatjörn í Fólkvanginum Einkunnum. Leiðsögn: Guðrún Bjarnadóttir og Hilmar Már Arason.
- Snæfellsnes: Búðahraun. Blómaskoðun í plöntufriðlandinu í Búðahrauni. Mæting kl. 14:00 við Búðakirkju. Leiðsögn: Birna Heide Reynisdóttir landvörður og líffræðingur.
- Vesturbyggð: Surtarbrandsgil við Brjánslæk. Mæting við miðasöluna í Baldur á Brjánslæk kl. 13:00. Gengið verður í Surtarbrandsgil þar sem er að finna steingerðar plöntuleifar. Leiðsögn: Hákon Ásgeirsson, landvörður.
- Akureyri: Krossanesborgir. Mæting á bílastæðinu norðan BYKO kl. 13:30. Nú blómstra öll vorblómin á sama tíma á þessu síðbúna vori. Leiðsögn: Hörður Kristinsson.
- Vatnajökulsþjóðgarður - Ásbyrgi. Mæting við Gljúfrastofu kl. 14:00. Gengið verður um Ásbyrgi og tekur gangan um tvær klukkustundir. Leiðsögn: Ingibjörg Guðmundsdóttir.
- Fljótsdalshérað: Egilsstaðir. Mæting kl. 13:00 á bílastæði við göngustíg að Fardagafossi. Gengið upp með Miðhúsaá að fossinum. Leiðsögn: Skarphéðinn G. Þórisson.
- Fjarðabyggð: Neskaupstaður, fólkvangur. Mæting við upplýsingaskiltið á planinu við Norðfjarðarvita kl. 10:00. Gengið um fólkvanginn sem hefur að geyma ýmsar einkennisjurtir Austfjarða auk allmargra sjaldséðra tegunda. Leiðsögn: Guðrún Óskarsdóttir og Elín Guðmundsdóttir.
- Skaftafell. Mæting kl. 14:00 við upplýsingamiðstöðina í Skaftafelli. Leiðsögn: Hrafnhildur Ævarsdóttir, landvörður.
- Ölfus: Mæting við hlöðuna í Alviðru umhverfisfræðslusetri (gegnt Þrastalundi) kl. 15:00. Gengið verður um austurhlíðar Ingólfsfjalls og flóran dásömuð. Þeir sem hafa mikinn tíma geta síðan fylgt liði yfir í Öndverðarnes II eða hitt okkur þar um kl. 17:00. Takið með ykkur plöntuhandbækur, myndavélar, teikniblokkir og börnin. Leiðsögn: Guðrún Tryggvadóttir, frumkvöðull Náttúran.is.
Flóruvinir standa fyrir degi hinna villtu blóma, og veita leiðsögn sem sjálfboðaliðar. Ýmsar stofnanir hafa stutt og staðið með flóruvinum að þessum degi á hverjum stað fyrir sig undanfarin ár, meðal annarra Grasagarðurinn í Laugardal, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Hólaskóli, Landbúnaðarháskóli Íslands, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Náttúrusetrið á Húsabakka, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrufræðistofur landshlutanna, Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður
Ef ferðir bætast við frá innsetningu þessarar greinar má sjá uppfærslur á floraislans.is.
-
Dagur hinna villtu blóma
-
Plöntuskoðun í Alviðru á Degi hinna villtu blóma
- Staðsetning
- Alviðra
- Hefst
- Sunnudagur 14. júní 2015 15:00
- Lýkur
- Sunnudagur 14. júní 2015 18:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Hörður Kristinsson, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Dagur hinna villtu blóma 2015“, Náttúran.is: 10. júní 2015 URL: http://nature.is/d/2015/06/10/dagur-hinna-villtu-bloma-2015/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.