Unnið að sameiningu NÍ og RAMÝ
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað starfshóp til að hafa umsjón með sameiningu Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ). Þetta er í samræmi til tillögu stýrihóps sem gerði frumathugun á samlegð stofnana á sviði rannsókna og vöktunar á náttúru Íslands og skilaði ráðherra skýrslu sinni í mars sl.
Verkefni starfhópsins verða m.a. að fara yfir rekstrarlega- og fjárhagslega þætti sameiningar, gera tillögu að skipuriti fyrir sameinaða stofnun og nauðsynlegum lagabreytingum. Jafnframt mun starfshópurinn skoða með hvaða hætti áframhaldandi rannsóknarstarfsemi RAMÝverði tryggð á svæðinu. Við sameininguna verður haft samráð við viðkomandi sveitarfélög og aðra hagaðila.
Í starfshópnum sitja:
- Stefán Guðmundsson, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
- Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og
- Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Starfshópnum er ætlað að skila tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 15. september 2015.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Unnið að sameiningu NÍ og RAMÝ“, Náttúran.is: 9. júní 2015 URL: http://nature.is/d/2015/06/09/unnid-ad-sameiningu-ni-og-ramy/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.