Áhrif loftslagsbreytinga á lífríki sjávar
Þriðjudaginn 2. júni frá kl. 9:00 - 10:30 verður haldinn fundur á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands, franska sendiráðsins, Evrópustofu og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.
Á fundinum verður fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi sjávar, súrnun hafsins, breytta fiskigengd í hafinu og áhrifin á Ísland. Í hverju felst barátta alþjóðlegra náttúrverndarsamtaka og í hverju felast aðgerðir Evrópusambandsins í baráttunni?
Auk þess verður rætt um helstu áherslumálin á COP 21 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París.
Frummælendur:
- Kelly Rigg – stofnandi og framkvæmdastjóri Varda Group, alþjóðlegra ráðgjafafyrirtækis á sviði umhverfisverndar.
- Attilio Gambardella – sérfræðingur hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á sviði loftslagsaðgerða.
- Haukur Þór Hauksson – aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
- Philippe O´Quin – sendiherra Frakklands á Íslandi.
Fundarstjóri: Guðmundur Ingi Guðbrandsson – framkvæmdastjóri Landverndar.
Boðið verður upp á knaffiveitingar frá 8:30 – 9:00.
Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir.
-
Áhrif loftslagsbreytinga á lífríki sjávar
- Staðsetning
- Þjóðminjasafn Íslands Suðurgata 41
- Hefst
- Þriðjudagur 02. júní 2015 08:30
- Lýkur
- Þriðjudagur 02. júní 2015 10:00
Tengdir viðburðir
Birt:
31. maí 2015
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Áhrif loftslagsbreytinga á lífríki sjávar“, Náttúran.is: 31. maí 2015 URL: http://nature.is/d/2015/05/31/ahrif-loftslagsbreytinga-lifriki-sjavar/ [Skoðað:15. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.