Lundi með sandsíli. Ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson.Norðulandaráð var að senda frá sér skýrslu um ágengar framandi tegundir og viðbrögð við þeim. Breytingar á loftslagi og ástandi sjávar hafa gríðarleg áhrif á vistkerfi og tegundir sækja fram en aðrar hörfa. Við Ísland er nærtækasta dæmið hvarf sandsíla og tilkoma makríls. Sem aftur hefur áhrif á afkomu tegunda sem lifðu á sandsílum t.a.m. sjófugla, bolfisk, hvali og ekki hvað síst lundann sem nánast hvarf í Vestmannaeyjum. 

Það er full ástæða til að taka þessa þróun alvarlega og gera áætlanir um viðbrögð vegna vistkerfisbreytinga. Það er ekki víst að öll einkenni færi okkur nytjastofna á silfufati. 

Hér má nálgast skýrsluna.

Birt:
28. maí 2015
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Ágengar framandi tegundir“, Náttúran.is: 28. maí 2015 URL: http://nature.is/d/2015/05/28/agengar-framandi-tegundir/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: