Hádegisfyrirlestur: Álag ferðamennsku á náttúruna
Landvernd og Landgræðsla ríkisins efna til hádegisfyrirlestrar um álag ferðamennsku á náttúru Íslands og leiðir til að sporna gegn neikvæðum áhrifum. Fyrirlesturinn verður haldinn Í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst kl. 12:00.
Leitað verður svara við spurningum eins og: Hve vel eru stjórnvöld og ferðaþjónustan sjálf í stakk búin að vernda gullgæsina, náttúru Íslands? Er litið á umhverfisáhrif ferðaþjónustu sem ferðamál en ekki umhverfismál.
Andrés Arnalds fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins heldur fyrirlestur er hann nefnir: Stígum varlega til jarðar: Álag ferðamennsku á náttúru Íslands
LÝSING:
Hin ofurviðkvæma náttúra Íslands er hornsteinn vaxandi ferðaþjónustu, atvinnugreinar sem færir landsmönnum mestan erlendan gjaldeyrir. Álag á viðkvæma staði og ferðaleiðir er víða of mikið og afleiðingin er tímabil stórfelldra skemmda á viðkvæmri náttúru landsins. Það bíða fjölmörg og áríðandi verkefni ef tryggja á framtíð þessarar mikilvægu atvinnugreinar og efla fagmennsku við slíkar úrbætur. Hve vel eru stjórnvöld, stofnanir og hinir ýmsu hagsmunaaðilar í stakk búin í að vernda gullgæs ferðaþjónustunnar, náttúru Íslands? Hve vel hugum við að þeirri auðlegð sem felst í víðernum og fegurð landsins. Er litið á umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar sem ferðamál en ekki umhverfismál?
UM FYRIRLESARANN:
Andrés Arnalds er fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins. Hann er menntaður í landbúnaðarfræðum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og sérfræðingur í vistfræði beitilanda og landgræðslu frá ríkisháskólunum í Washington og Colorado í Bandaríkjunum. Hann er áhugamaður um útivist og hefur ferðast víða bæði innan lands og utan.
-
Álag ferðamennsku á náttúruna
- Staðsetning
- Þjóðminjasafn Íslands Suðurgata 41
- Hefst
- Miðvikudagur 20. maí 2015 12:00
- Lýkur
- Miðvikudagur 20. maí 2015 13:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Landvernd „Hádegisfyrirlestur: Álag ferðamennsku á náttúruna“, Náttúran.is: 17. maí 2015 URL: http://nature.is/d/2015/05/17/hadegisfyrirlestur-alag-ferdamennsku-natturuna/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.