Tilnefningar til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2015
Almenningur á Norðurlöndum hefur lagt fram tilnefningar til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Norðurlandaráði bárust yfir 40 ábendingar um sveitarfélög, borgir eða stofnanir sem hafa lagt mikið af mörkum til umhverfisverndar eða lagt sig fram á einhverju ákveðnu sviði umhverfismála. Þema verðlaunanna 2015 er losun gróðurhúsalofttegunda. Að sögn dómnefndar verða verðlaunin í ár veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem sett hefur fordæmi með þróun vöru eða uppfinningar eða öðrum skapandi aðgerðum sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum til framtíðar.
Hér er listi yfir allar tilnefningar sem borist hafa:
Tillögur frá Danmörku
AnsvarligFremtid
Banke Accessory Drives
Danmarks Naturfredningsforening
Energiforum Danmark
FødevareBanken
GoMore ApS
Green Solution House
Heliac
Omstilling Nu
Thomas Cook Airlines Scandinavia
Øko-net / Netværket for økologisk folkeoplysning og praksis
Tillögur frá Færeyjum
Elfelagið SEV
Tillögur frá Finnlandi
Ductor Oy
Green Campus, Lappeenranta
HSY – Samkommunen Helsingforsregionens miljøtjenester
Lappeenrannan kaupunki
Pekka Juhani Leppänen
Piggybaggy
Sirkka Ikonen
Evangelisk-lutherska kyrkan i Finland
Visedo Oy
Tillögur frá Noregi
Bærekraftive liv på Landås
Einar Håndlykken
Fjord Line
Katrin Blomvik
NorgesGruppen
TINE
ZERO (Zero Emission Resource Organisation)
Tillögur frá Svíþjóð
Carola Magnusson
City Bikes
Enetjärn Natur AB
Fossil Free Sweden
Hökarängen
ICA
Johanna Björklund
Löfbergs
NTM - Network for transport Measures
Oumph & Food for Progress
Polarbröd
Sixten Sjöblom
Spendrups
Södertälje kommune og Sara Jervfors
Uppsala Klimatprotokoll
Tillögur frá Íslandi
Náttúran.is
Orkuveita Reykjavíkur
United Nations University Geothermal Training Programme
Tillögur frá Grænlandi
LED Solar Greenland SpA
Næstu skref
Dómnefnd sér um að velja þátttakendur til úrslita úr hópi hinna tilnefndu.
Þann 12. júní tilkynnir borgarstjóri Reykjavíkur hverjir komast í úrslit.
Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í 21. sinn á verðlaunahátíð í Hörpu þann 27. október.
Nánari upplýsingar um tilnefningarferlið
Birt:
Tilvitnun:
Norðurlandaráð „Tilnefningar til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2015“, Náttúran.is: 13. maí 2015 URL: http://nature.is/d/2015/05/13/tilnefningar-til-natturu-og-umhverfisverdlauna-nor/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. maí 2015