Alþjóðlegt jarðvegsár 2015
Í tilefni árs jarðvegs 2015 bjóðum við upp á mánaðarlega örhádegisfyrirlestra um moldina/jarðveginn. Við munum leggja áherslu á að draga fram víðtækt mikilvægi jarðvegsins í sveit og borg; meðal annars innan vistkerfa, til vatnsmiðlunar, loftgæða, bygginga og listsköpunar.
Þann 6. maí verður fjallað um moldina og mikilvægi hennar innan
vistkerfa undir fyrirsögninni: Mold og matur!
Erum við búin að missa tenginguna við moldina?
Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vakandi hreyfingarinnar
Menning og mold
Bryndís Geirsdóttir, kvikmyndaframleiðandi hjá Búdrýgindum
Koma matvæli úr hitabeltisjarðvegi okkur við?
Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur og verkefnisstjóri hjá Landvernd
Að loknum fyrirlestrum gefst gestum tækifæri
á að koma með spurningar eða sínar eigin stuttar hugleiðingar um viðfangsefni dagsins.
Hvar: Kaffi Loki, Lokastíg 28 101 Reykjavík
Hvenær: 6. maí frá kl. 12-13
Matseðill: fiskréttur eða kjötsúpa á viðráðanlegu verði
-
Alþjóðlegt jarðvegsár
- Staðsetning
- None Lokastígur 28
- Hefst
- Miðvikudagur 06. maí 2015 12:00
- Lýkur
- Miðvikudagur 06. maí 2015 13:00
-
Moldin er mikilvæg
- Staðsetning
- None Lokastígur 28
- Hefst
- Miðvikudagur 06. maí 2015 12:00
- Lýkur
- Miðvikudagur 06. maí 2015 13:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Áskell Þórisson „Alþjóðlegt jarðvegsár 2015“, Náttúran.is: 30. apríl 2015 URL: http://nature.is/d/2015/04/30/althjodlegt-jardvegsar-2015/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.