Ármann Höskuldsson formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað dr. Ármann Höskuldsson formann stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs.
Ármann er eldfjallafræðingur og vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands frá árinu 2004. Áður starfaði hann sem forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum.
Ármann er með doktorsgráðu í eldfjallafræði, bergfræði og jarðefnafræði frá Blaise Pascal háskólanum í Frakklandi. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í gegn um tíðina og m.a. verið formaður hjálparsveitar Skáta í Garðabæ, forseti Jarðfræðafélags Íslands, setið í Háskólaráði og stjórn Jarðvísindastofnunar og -deildar Háskólans sem og verið ræðismaður Frakklands í Vestmannaeyjum.
Hjalti Þór Vignisson, fyrrverandi formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, lætur af störfum að eigin ósk. Hann hefur verið formaður stjórnarinnar frá því í október 2013. Er honum þökkuð afar góð störf í þágu þjóðgarðsins.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Ármann Höskuldsson formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs“, Náttúran.is: 27. apríl 2015 URL: http://nature.is/d/2015/04/27/armann-hoskuldsson-formadur-stjornar-vatnajokulsth/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.