Stuðningsaðilar fyrir sjálfboðaliða óskast
Skógræktarfélag Íslands verður í ár með í vinnu fimm sjálfboðaliða (á aldrinum 20-28 ára) frá Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Austurríki og Póllandi og verða þeir hér í fimm mánuði, frá maí til ágúst. Koma þeir á vegum evrópsku sjálfboðaliðaþjónustunnar (European Volunteer Service, EVS).
Auk reynslu af skógrækt er áhersla á að sjálfboðaliðarnir fái líka félagslega og menningarleg upplifun í gegnum dvöl sína hér, til að læra betur inn á landið. Til þess er miðað við að hver sjálfboðaliði hafi „mentor“ (stuðningsaðila), til að hjálpa til við að kynna þeim íslenskt samfélag og vera ákveðið öryggisnet þegar verið er að fóta sig í ókunnu landi.
Við óskum nú eftir aðilum sem eru tilbúnir til að vera svona stuðningsaðilar, enda mikið af hressu og skemmtilegu fólki innan skógræktarhreyfingarinnar! Þetta er upplagt tækifæri til að hitta og eiga samskipti við hresst ungt fólk með áhuga á skógrækt (og Íslandi).
Sjá leiðbeiningabækling um hvað felst í stuðningsaðild við sjálfboðaliða á vegum EVS.
Ef þú hefur áhuga, endilega hafðu samband sem fyrst, á skog@skog.is eða í síma 551-8150.
Birt:
Tilvitnun:
Ragnhildur Freysteinsdóttir „Stuðningsaðilar fyrir sjálfboðaliða óskast“, Náttúran.is: 24. apríl 2015 URL: http://nature.is/d/2015/04/24/studningsadilar-fyrir-sjalfbodalida-oskast/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.