Stúlka í bananahúsinu að Reykjum á sumardaginn fyrsta en þá er bananahúsið opið almenningi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Garðyrkjuskólinn að Reykjum verður opinn fyrir gesti og gangandi. Fullt af skemmtilegum viðburðum og ferskt grænmeti til sölu.

  • Glæný uppskera af hnúðkáli
  • Grænmetismarkaður; beint frá bónda
  • Stærsta bananaplantekra Evrópu verður til sýnis
  • Ratleikur fyrir börnin
  • Pylsur og með því
  • Vöfflur og hvað eina
  • og margt margt fleira

Einnig verður sérstök hátíðardagskrá.
Þar mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra veita garðyrkjuverðlaunin 2015. Einnig mun Ólafur Ragnar Grímsson forseti veita umhverfisverðlaun Hveragerðis 2015 og að lokum mun Illugi Gunnarsson mennta og menningarmálaráðherra veita umhverfisverðlaun Ölfuss 2015.

Húsið opnar klukkan 10 og hátíðardagskráin hefst klukkan 2.

Komdu og blómstraðu með okkur á nýju sumri.
Allir velkomnir!

- Garðyrkjunemendur

Sjá viðburðinn á Facebook.


Birt:
21. apríl 2015
Tilvitnun:
Landbúnaðarháskóli Íslands - LBHÍ „Sumardagurinn fyrsti í Garðyrkjuskólanum“, Náttúran.is: 21. apríl 2015 URL: http://nature.is/d/2015/04/21/sumardagurinn-fyrsti-i-gardyrkjuskolanum/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: