Grafík: Kona með barni, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur þann 8. mars. Í Bandaríkjunum var fyrst haldinn hátíðlegur baráttudagur kvenna þann 28. febrúar 1909 og tengdist það bandaríska jafnaðarflokknum. Fram til ársins 1913 héldu bandarískar konur daginn hátíðlegan síðasta sunnudag í febrúar.

1910 var haldin alþjóðleg ráðstefna Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna undir nafninu Vinnandi konur í Kaupmannahöfn. Þar lagði Clara Zetkin, kvennréttindakona og leiðtogi kvennadeildar þýska jafnaðamannaflokksins, fram þá tillögu að stofnaður yrði alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Ráðstefnan, sem sótt var af yfir 130 konum frá 16 löndum, samþykkti tillöguna samhljóma.

Hvaða dag skildi halda upp á Alþjóða baráttudag kvenna var ekki ákveðið á ráðstefnunni en samt ákveðið að hann skyldi vera á sunnudegi þar sem það var eini frídagur verkakvenna í þá daga. Því voru dagsetningar nokkuð breytilegar fyrstu árin en þó alltaf í mars. Fyrstu árin voru baráttumál kvennadagsins kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna.

Nánar á Wikipedia

og Internationalwomensday.com.

Birt:
8. mars 2015
Höfundur:
Wikipedia
Tilvitnun:
Wikipedia „8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna“, Náttúran.is: 8. mars 2015 URL: http://nature.is/d/2015/03/08/8-mars-er-althjodlegur-barattudagur-kvenna/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: