Upplýstur sparnaður á ikea.is
Á ikea.is er nú að finna ljóstímareiknivél sem Orkusetur hefur þróað en hún gerir fólki kleift að reikna á einfaldan hátt út hve mikið má spara á ári með notkun á LED ljósaperum, miðað við notkun á glóperum eða Halogenperum.
Aðeins þarf að fylla inn fjölda pera, verð og styrkleika. Þar sem sölu glópera er hætt á flestum sölustöðum, er verð þeirra fest í töflunni.
Sparnaðurinn fer eftir fjölda pera á heimilinu og það er misjafnt hve margar ljósaperur eru á heimilum fólks, en til viðmiðunar er meðalfjöldinn eftirfarandi:
40-70 m2 = 20 ljósaperur
70-100 m2 = 25 ljósaperur
100-130 m2 = 30 ljósaperur
130-170 m2 = 40 ljósaperur
Birt:
3. mars 2015
Tilvitnun:
IKEA á Íslandi „Upplýstur sparnaður á ikea.is“, Náttúran.is: 3. mars 2015 URL: http://nature.is/d/2015/03/02/upplystur-sparnadur-ikea/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 2. mars 2015