Mosi í Þjórsárverum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir. Ath. myndin tengist ekki samkeppninni.Síðastliðið haust efndi Landvernd til ljósmyndaleiksins #hjartalandsins með það að markmiði að vekja athygli á verðmætunum sem fólgin eru í víðernum hálendisins. Ljósmyndaleikurinn er hluti af verkefninu Hálendið - hjarta landsins.

Fimmtudaginn 5. mars mun Landvernd veita verðlaun fyrir ljósmyndir sem bárust, þar á meðal mun Ómar Ragnarsson afhenda fyrstu verðlaun, flugferð yfir hálendið með honum sjálfum. Ómar mun einnig halda stutta hálendishugvekju. Við þetta tilefni mun Landvernd opna nýja heimasíða Hjarta landsins og frumsýna stutt myndband.

Viðburðurinn hefst kl 17:00 á Kex við Skúlagötu.
 
Landvernd býður alla hjartanlega velkomna!

Birt:
2. mars 2015
Höfundur:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Verðlaunafhending í ljósmyndaleik Landverndar“, Náttúran.is: 2. mars 2015 URL: http://nature.is/d/2015/03/02/verdlaunafhending-i-ljosmyndaleik-landverndar/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: