Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra afhendir Grænfánann. Ljósm. Landvernd. á dögunum Fjölbrautaskólanum við Ármúla Grænfánann við hátíðlega athöfn. Þetta er í fimmta sinn sem skólinn hlýtur fánann.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla var fyrstur íslenskra framhaldsskóla til að skrá sig til leiks sem Skóla á grænni grein, árið 2005. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga sjö skref, en þau tengjast verkefnum sem ætlað er efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.

Við athöfnina opnaði mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, formlega rafræna verkefnakistu Skóla á grænni grein, en kistan er vettvangur fyrir kennara til að skiptast á námsefni sem vel hefur tekist. Þá flutti Ómar Ragnarsson umhverfishugvekju og Reykjavíkurdætur spiluðu tvö lög.

Birt:
31. janúar 2015
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Fjölbrautarskólinn við Ármúla flaggar Grænfána í fimmta sinn“, Náttúran.is: 31. janúar 2015 URL: http://nature.is/d/2015/01/31/fjolbrautarskolinn-vid-armula-flaggar-graenfana-i-/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: