Garðfuglahelgin er næstu helgi
Árleg garðfuglaathugun Fuglaverndar verður um næstu helgi - dagana 23.jan-26.jan. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma einhvern þessara daga. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.
Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla. Misjafnt er hvaða fóður hentar hverri fuglategund. Upplýsingar um fóðrun garðfugla er hægt að finna á vefsíðum um „fóðrun“, garðfuglavefnum og einnig í Garðfuglabæklingi Fuglaverndar sem fæst á skrifstofunni eða má panta á netfanginu fuglavernd@fuglavernd.is eða í síma 5620477. Að lokinni athugun skal skrá niðurstöður með því að sækja eyðublað sem finna má á vefsíðu Fuglaverndar, fuglavernd.is.
Nánari upplýsingar gefa þeir Örn Óskarsson (s.8469783 ) og Ólafur Einarsson (s. 8999744)
-
Garðfuglahelgin
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Hólmfríður Arnardóttir „Garðfuglahelgin er næstu helgi“, Náttúran.is: 19. janúar 2015 URL: http://nature.is/d/2015/01/19/gardfuglahelgin-er-naestu-helgi/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.