Sannleikurinn um „vistvænu“ eggin
Engin vottun eggja er til á Íslandi og því hafa neytendur enga tryggingu fyrir að egg sem sögð eru vistvæn, séu það í raun. Lítið er því hægt að segja um að hollusta eggja sem kölluð eru vistvæn sé meiri en annarra eggja.
Varðandi aðbúnað hænsa má nefna að reglugerð um velferð alifugla er í smíðum. Þar verður skerpt á ákvæðum um lágmarkspláss í búrum, auk þess sem búrin þurfa að vera innréttuð með setprikum til dæmis, og hænurnar hafa aðgang að hreiðri.
Stefán Gíslason fer yfir stöðu eggjamála nú þegar jólabaksturstíðin er að hefjast fyrir alvöru.
Birt:
2. desember 2014
Tilvitnun:
Ríkisútvarpið ohf „Sannleikurinn um „vistvænu“ eggin“, Náttúran.is: 2. desember 2014 URL: http://nature.is/d/2014/12/02/sannleikurinn-um-vistvaenu-eggin/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.