Reykjadalur, viðbrögð við fjölda ferðamanna og hesta
Reykjadalur er vinsæll áfangastaður norðan Hveragerðis og þangað kemur gríðarlegur fjöldi ferðamanna ár hvert. Nágrenni við höfuðborgarsvæðið og fjöldi gönguleiða á svæðinu sem leiða að hinum vinsæla baðstað í volgri ánni hefur gert dalinn frægan og mun viðkoma þar vera ofarleg á lista vel flestra náttúruferðamanna sem hingað koma.
Eins og svo víða í íslenskri náttúru er þar brugðist við auknu álagi þegar þörfin hefur þegar skapast vegna orðinna náttúruspjalla frekar en með fyrirbyggjandi aðgerðum. Engin takmörkun er á fjölda gangandi ferðamanna, hjóla né hesta.
Mikil umræða hefur átt sér stað um Reykjadal, áganginn, ábyrgð, skipulag og viðbrögð. Skoðanir eru skiptar og ýmsir hagsmunir spila stóran þátt. Hestaleigur hafa löngum farið um dalinn með ferðamenn og víða má sjá djúpa skorninga eftir langar hestalestir. Hestagerði hafa verið sett upp án þess að hugað sé að mengun eða áhrifum á viðkvæman gróður.
Breið forarsvöð eru þar sem menn og hestar hafa tætt burt alla gróðurþekju enda farið um dalinn í öllum veðrum og janfvel í leysingum þegar yfirborðið er hvað viðkæmast.
Andrés Arnalds fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins hefur tekið saman hugleiðingar um Reykajdal og þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í þar til að bregðast við ágangi. Hann varpar fram spurningum sem eiga allt eins við um aðra staði sem eiga undir hófa og skó að sækja.
Reykjadalur í Ölfusi myndræn hugleiðing um ástand lands og úrbætur
Birt:
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Reykjadalur, viðbrögð við fjölda ferðamanna og hesta“, Náttúran.is: 6. nóvember 2014 URL: http://nature.is/d/2014/11/06/reykjadalur-vidbrogd-vid-fjolda-ferdamanna-og-hest/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.