Dynkur gæti horfið vegna virkjanaÁ undaförnum árum hefur þróun í hönnun, framleiðslu og kostnaði við orkuframleiðslu sem ekki byggir á jarðefnaeldsneyti verið mjög hröð. Sólarsellur hafa hrunið í verði og vaxið í gæðum. Reynsla og aukin þekking í nýtingu vindorku og sjávarfalla er komin á það stig að nálgast vatnsaflsvirkjanir í kostnaði og afkastagetu. 

Áform Landsvikjunar í Búrfellslundi endurspegla þessa þróun. Þar er ætlunin að reisa skóg vindmylla sem eru kjörið mótsvar við árstíðarsveiflum í vatnsbúskap uppistöðulóna. Á tímum þegar lækkar í lónum er nægur vindur. Þessi aðferð bætir nýtingu tengivirkja og háspennulína og má því teljast til bóta. Vindmyllur sem staðsettar eru með tilliti til umhverfis og möguleika á því að vera fjarlægðar ef þörfin hverfur eru ekki óafturkræf framkvæmd. En risastór uppistöðulón verða lýti um ókomna tíð.

Einn helsti kostur orku frá sólarsellum og vindi er að staðsetning og stærð er ekki janf niðurnjörfuð og vatnsafls- eða jarðvarmavirkjanir. Vissulega þarf sólar eða vinds að gæta þar sem þeim er komið upp, en á flestum stöðum er hvorttveggja í mismiklum mæli. Þar sem sól er stopul er iðulega vind að fá. 

Það leiðir til þess að stór spennivirki og háspennulínur verða ekki eins nauðsynleg, nema fyrir stóriðju og þéttar borgir.

Heimild: EIA, CIA, World Bank, Bernstein analysisÍ ljósi þessarar þróunar og þess fé sem varið er í þróun og uppbyggingu í Evrópu og öðrum svæðum sem hafa mikla orkuþörf má ætla að rafmang framleitt með vatnsafli eða jarðvarma og selt um langan sæstreng verið varla samkeppnishæft og lítiil ávinniningur af slíkri framkvæmd engum til tekna nema pólítískum bröskurum og verkfræðingum við undirbúning og mögulega framkvæmd. 

Birt:
Nov. 5, 2014
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Þróun í orkuverði“, Náttúran.is: Nov. 5, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/11/05/throun-i-orkuverdi/ [Skoðað:Dec. 11, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: