Reykjavíkurborg hlýtur náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2014
Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir árið 2014 eru veitt sveitarfélagi, borg eða staðbundnu samfélagi sem sem annað hvort hefur í starfsemi sinni allri lagt mikið af mörkum til umhverfisverndar eða lagt sig fram á einhverju ákveðnu sviði umhverfismála. Verðlaunin að þessu sinni voru veitt Reykjavíkurborg.
Tilkynnt var um verðlaunahafann rétt í þessu, en nú stendur yfir þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Ísland átti þrjá fulltrúa meðal þeirra sem tilnefndir voru; Reykjavíkurborg, Snæfellsnes (samstarf fimm sveitarfélaga) og Sólheimar.
Ákvörðun um tilnefningar er tekin af norrænni dómnefnd sem er skipuð 13 einstaklingum, tveimur frá hverju norrænu ríkjanna og einum frá Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum.
Við verðlaunaafhendinguna í kvöld kom fram að Reykjavíkurborg fengi verðlaunin að þessu sinni fyrir markvissar aðgerðir sveitarfélagsins í umhverfismálum. Aðgerðirnar eru sérsniðnar fyrir borgina og eru öðrum sveitarfélögum fyrirmynd um hvernig hægt sé að vinna að bættara umhverfi.
Þeir sem tilnefndir voru að þessu sinni eru hér í stafrófsröð.
Staðbundna samfélagið Gjógv (Færeyjar)
Sveitarfélagið Gladsaxe (Danmörk)
Sveitarfélagið Hallstahammar (Svíþjóð)
Sveitarfélagið Ii / Ijo (Finnland)
Borgin Jyväskylä (Finnland)
Sveitarfélagið Lejre (Danmörk)
Sveitarfélagið Middelfart (Danmörk)
Saligaatsoq-Avatangiiserik-verkefnið (Grænland)
Bærinn Skaftholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi (Ísland)
Snæfellsnes, samstarf fimm sveitarfélaga (Ísland)
Stofnunin Sólheimar (Ísland)
Sveitarfélagið Växjö (Svíþjóð)
Nánari upplýsingar um verðlaunin og verðlaunaafhendinga er að finna á vefsíðunni www.norden.org.
Birt:
Tilvitnun:
Norden - Norræna ráðherranefndin „Reykjavíkurborg hlýtur náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2014“, Náttúran.is: 30. október 2014 URL: http://nature.is/d/2014/10/30/reykjavikurborg-hlytur-natturu-og-umhverfisverdlau/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.