Vika vistvænna bygginga
Vistbyggðarráð hefur ákveðið að leggja áherslu á samgöngumál í viku vistvænna bygginga en vistvæn bygging er ávallt hluti af heildarskipulagi. Bestur árangur næst einmitt þegar gott samræmi er á milli hönnunar og útfærslu mannvirkja annars vegar og svo vistvænna markmiða skipulags. Í flestum vistvottunarkerfum fyrir byggingar eru ákvæði um samgöngur þar sem m.a er fjallað um staðsetningu bygginga og tengsl hennar við samgöngunet. Þar eru jafnframt sett fram markmið um hönnun sem hvetur fólk til þess að nota aðra samgöngumáta en einkabílinn. Þá skiptir staðsetning vistvænna bygginga máli og hvernig þær tengjast almennu samgöngukerfi, hvaða þjónustu er boðið upp á í göngufæri o.s.frv.
Vistbyggðarráð mun standa fyrir viðburði í viku vistvænna bygginga þetta árið sem stendur yfir dagana, 22.- 27. september. Viðburðurinn verður auglýstur þegar nær dregur en markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um samgöngur, hvaða hlutverki þær gegna og hvernig við getum notað vistænar samgöngur til að bæta umhverfi okkar. Við sjálf þurfum að gera kröfur um úrbætur og vera sú breyting sem til þarf til að gera okkar nánasta umhverfi vistvænna og heilsusamlegra. Vistbyggðarráð mun að þessu tilefni hvetja sem flest fyrirtæki og stofnanir til að nýta þetta tækfæri til að kynna sínar áherslur á þessu sviði, hvort sem það er góður árangur í tengslum við samgöngustefnu, framkvæmdir, hönnun eða breytingar.
Kynningarfundur.
Vistvottað skipulag, þriðjudaginn 23. september kl. 16:30. Sjá dagskrá hér.
2014 Vistvæn leið
Ökuferð á vístvænar slóði með Strætó. Fimmtudaginn 25. september kl. 17-18 (lagt af stað frá Mjóddinni)
-
Vika vistvænna bygginga
-
Vistvæn leið
- Staðsetning
- None Mjódd
- Hefst
- Fimmtudagur 25. september 2014 17:00
- Lýkur
- Fimmtudagur 25. september 2014 18:00
-
Vistvottað skipulag
- Staðsetning
- None Urriðaholtsstræti 6
- Hefst
- Þriðjudagur 23. september 2014 16:30
- Lýkur
- Þriðjudagur 23. september 2014 18:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Sigríður Björk Jónsdóttir „Vika vistvænna bygginga“, Náttúran.is: 24. september 2014 URL: http://nature.is/d/2014/09/24/vika-vistvaenna-bygginga/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.