Green Growth the Nordic Way - Loftslagsbreytingar og lífhagkerfið
Baráttunni gegn loftslagsbreytingunum og nýjum viðmiðum í tengslum við lífhagkerfið er oft stillt upp sem andstæðum. Sumir sjá fyrir sér í þessu togstreitu milli varðveislusinna og nýtingarsinna. Í nýjasta tölublaði veftímaritsins „Green Growth the Nordic Way“ könnum við samvirkniáhrif þessara tveggja viðmiða.
Oft er litið á tengsl loftslagsbaráttunnar og lífhagkerfisviðmiða sem baráttu milli náttúruverndarsjónarmiða annars vegar og nýtingarsjónarmiða hins vegar. En þessi tvígreining er rangtúlkun og nýja lífhagkerfið felur í raun í sér tækifæri til hagvaxtar um leið og loftslagsáhrif eru lágmörkuð.
Eitt af meginverkefnum samtaka á borð við Norrænu ráðherranefndina er að byggja brýr og það að brúa bilið milli þessara tveggja fylkinga er ekki aðeins mögulegt, það er líka eina skynsamlega leiðin í þessari stöðu.
Í nýjasta tölublaði „Green Growth the Nordic Way“ kynnum við niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á áhrifum loftslagsbreytinga á frumatvinnugreinar á Norðurlöndum. Að sumu leyti getur landbúnaður, sjávarútvegur og skógariðnaður á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum hagnast á hlýnandi loftslagi en breytingunum fylgja jafnframt ýmis úrlausnarefni og þær kalla á róttækar pólitískar aðgerðir.
Við skoðum einnig fyrstu niðurstöður úr einu af verkefnunum sem tengjast NordBio, lífhagkerfisframtakinu sem Íslendingar stjórna á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Matvælanýsköpunarverkefni NordBio er dæmi um glæsilega nýsköpun á sviði matvæla og sýnir spennandi aðferðir til að þróa nýjar framleiðsluvörur úr vannýtum hráefnum úr Norður-Atlantshafi.
Nánari upplýsingar má nálgast á www.nordicway.org.
Skoða Grænn hagvöxtur “The Nordic Way“.
Áskrift að veftímaritinu er ókeypis. Það kemur út annan hvern mánuð en einnig má fylgjast með á facebook.
Birt:
Tilvitnun:
Norden - Norræna ráðherranefndin „Green Growth the Nordic Way - Loftslagsbreytingar og lífhagkerfið“, Náttúran.is: 17. september 2014 URL: http://nature.is/d/2014/09/17/green-growth-nordic-way-loftslagsbreytingar-og-lif/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.