Hjólum til framtíðar 2014 - Okkar vegir - Okkar val
Föstudaginn 19. september verður haldin fjórða ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna í samgönguviku undir heitinu Hjólum til framtíðar, en sú fyrsta var haldin 2011.
Áherslan að þessu sinni var á fjölbreyttar ferðavenjur og val hvers og hvernig stuðla má að því að valið sé raunverulegt.
Yfirskriftin er sú sama og hjá evrópsku samgönguvikunni, Okkar vegir - Okkar val
Þrír fyrirlesarar koma erlendis frá en auk þeirra eru fjölmargir innlendir fyrirlesarar. Þeirra á meðal er Klaus Bondam, formaður dönsku hjólasamtakanna og fyrrum umhverfisborgarstjóri Kaupmannahafnar, Taco Anema frá Hollandi, frumkvöðull í hönnun og framleiðslu rafmagnshjóla og Hanne Bebendorf Scheller frá dönsku krabbameinssamtökunum með erindi um heilbrigði og samgöngur, lagt upp úr viðjum vanans.
Iðnó í Samgönguviku, 19. september
08.45 Afhending ráðstefnugagna
09:00 Gestir boðnir velkomnir
09.10 Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir setur ráðstefnuna
09.30 Copenhagenize – The Danish Way - Klaus Bondam, formaður dönsku hjólasamtakanna og fyrrum umhverfisborgarstjóri Kaupmannahafnar
10.20 Kaffihlé
10:40 Hjólin í strætó - Bryndís Haraldsdóttir formaður stjórnar Strætó bs.
11:05 EuroVelo 1 á Íslandi og hjólreiðaáætlanir nágranna þjóða okkar - Eva Dís Þórðardóttir, skipulagsfræðingur hjá Eflu
11:30 Hjólum í öruggar samgöngur - Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu
12:00 Matarhlé
13:00 To change the habits; daily commuting and public health - Hanne Bebendorf Scheller, verkefnastjóri hjá dönsku krabbameinssamtökunum.
13:45 Hjóla- og samgöngukort fyrir Ísland - Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi
14:05 E-bike‘s; a step towards the future - Taco Anema frá Hollandi, frumkvöðull í hönnun og framleiðslu rafmagnshjóla
14:40 Kaffihlé
15:00 Höfuðborgarsvæðið 2040 - Hjólreiðar í nýju svæðisskipulagi - Þorsteinn R. Hermannsson, verkfræðingur, Mannvit.
15:25 Okkar vegir, okkar val - Pétur Gunnarsson rithöfundur
15:45 Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson afhendir Hjólaskálina og slítur ráðstefnunni.
16.00 Móttaka í Ráðhúsinu þar sem borgarstjóri mun afhenda samgönguviðurkenningar borgarinnar fyrir 2014.
Fundarstjóri er Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.
-
Okkar vegir - Okkar val
-
Samgönguvika 2014
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Landssamtök hjólreiðamanna „Hjólum til framtíðar 2014 - Okkar vegir - Okkar val“, Náttúran.is: Sept. 13, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/09/13/hjolum-til-framtidar-2014-okkar-vegir-okkar-val/ [Skoðað:Oct. 3, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Sept. 17, 2014