Hvítkál, hafsalt, einiber, kúmen og epli.Uppskriftin er sænsk en súrkál er þó oftar kennt við Þjóðverja. Best er að hafa sérstaka krukku með loftrauf svo engin mygla myndist og gildir þar sama lögmál og með vín. Svona krukkur eru vandfundnar, og hér er notuð glerkrukka með smelluloki og gúmmíhring.

Í hvert kg af súrkáli fer:

1 kg hvítkál
2–3 tsk hafsalt
1 stór tsk einiber
1/2 tsk kúmen
1/2 epli niðursneitt
2 msk vatn ef vill

Rífið eða sneiðið hvítkálið í fína strimla í matvinnsluvél eða með ostaskera. Hluta af stilknum má nota ef hann er fínt rifinn. Blandið saman nokkru af kálinu, saltinu, kryddinu og vatninu. Setjið í víða krukku Hvítkál vigtað, hafsalt, einiber, kúmen og epli komin í skálar.með smelluloki og þrýstið niður með hnefanum eða stauti þangað til kálið fer að gefa af sér vökva. Haldið áfram þangað til krukkan er full sem svarar 4/5. Vökvinn á að fljóta yfir kálið svo það þarf að þrýsta því vel niður. Krukkan er látin standa við herbergishita fyrstu 2–3 dagana en síðan á svolítið svalari stað í 2–3 vikur (15–17 gráður), eftir það er hún sett í kulda í einar 6 vikur og þá er kálið tilbúið.

Súrkálið pressað og komið í krukkurnar.Annað grænmeti er líka hægt að súrsa, en hvítkálið er best til þess fallið. Líklega hefur hið mikla súrkálsát Þjóðverja hjálpað þeim til að hesthúsa allan þann bjór sem þeir gera og halda samt heilsu. 3–4 matskeiðar af súrkáli teknar yfir daginn slær á sykurfíknina og bætir þarmaflóruna, segir Hallgrímur Magnússon læknir.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur.

Ljósmyndir: Súrkálsgerð eftir uppskrift Hildar, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
9. október 2015
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Súrkálsgerð“, Náttúran.is: 9. október 2015 URL: http://nature.is/d/2014/09/10/surkalsgerd/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 10. september 2014
breytt: 9. október 2015

Skilaboð: