Phil Sponenberg.Bændasamtök Íslands bjóða til hádegisfyrirlesturs um verndun erfðaauðlinda búfjár í Norræna húsinu þriðjudaginn 9. september næstkomandi kl. 11.30-13.00.

Bandaríski vísinda- og fræðimaðurinn dr. Phillip Sponenberg mun þar fjalla um verndun innlendra og staðbundinna búfjárkynja. Sponenberg er einn þekktasti litaerfðafræðingur búfjár í heiminum, en hann lauk dýralæknisprófi frá Texas A&M University árið 1976 og doktorsprófi frá Cornell University árið 1979. Hann er prófessor við dýralæknadeildina í Virginia Tech. Þar kennir hann og stundar rannsóknir í sjúkdómafræði, erfðafræði og erfðaauðlindum. Síðan 1977 hefur Sponenberg verið ráðgjafi um verndun erfðaefnis hjá Livestock Conservancy í Bandaríkjunum, en sú starfsemi hefur skipt miklu máli við verndun búfjárkynja í útrýmingarhættu. Þá hefur Sponenberg tekið virkan þátt í slíku verndunarstarfi á alþjóðlegum vettvangi og hefur skrifað mikið um verndun erfðaauðlinda búfjár. Hann er aðalhöfundur bókarinnar An Introduction to Heritage Breeds, sem kom út í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári.

Fyrirlestur Sponenberg verður sem fyrr segir haldinn í Norræna húsinu í Reykjavík þriðjudaginn 9. september og hefst hann kl. 11.30. Á eftir erindi Sponenberg verða umræður. Áætluð fundarlok eru kl. 13.00. Aðgangur er ókeypis og fundurinn fer fram á ensku.

Ljósmynd: Phil Sponenberg, ljósm. frá sciencedaily.com.


Birt:
8. september 2014
Höfundur:
Bændasamtökin
Uppruni:
Bændasamtökin
Tilvitnun:
Bændasamtökin „Fyrirlestur um verndun búfjárkynja“, Náttúran.is: 8. september 2014 URL: http://nature.is/d/2014/09/09/fyrirlestur-um-verndun-bufjarkynja/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 9. september 2014

Skilaboð: