Orkumerki fyrir ryksugurFrá og með 1. september 2014 verður bannað á Evrópska efnahagssvæðinu og framleiðendum ryksuga ekki lengur heimilt að selja og dreifa orkufrekum heimilisryksugum. Frá þeim tíma eru leyfileg hámarks 1600W. Algengustu ryksugurnar eru 1800 W. Wött segja til um það hve mikil rafmagnsnotkun vélarinnar er í ryksugunni. Hafa þarf í huga að meiri orkunotkunin segir ekki til um það hversu góð ryksugan er.

Hingað til hafa ekki verið neinar kröfur sem framleiðundur hafa þurft að uppfylla og því gátu fyrirtæki selt lélegar ryksugur. Með nýjum reglum verða ekki leyfðar á markaði ryksugur sem nota mikla orku, ryksuga illa, eru hávaðasamar, losa mikið ryk í andrúmsloftið eða með lélega endingu. Þetta hefur í för með sér betri gæði og minni eyðslu, allt til hagsbóta fyrir neytendur.

Frá 1. september 2014 þurfa framleiðendur því að fylgja nýjum reglumen árið 2017 er áætlað að hámarks orkueyðsla ryksugna verði 900W. Framleiðendur verða að upplýsa neytendur um orkueyðsluna, hávaða, endingu, hve mikið ryk muni losnar í andrúmsloftið og hversu vel ryksugan sýgur upp agnir. Frá sama tíma verða ryksugur einnig að vera með orkumerkingar þar sem fram kemur á myndrænu formi afl ryksugunnar, orkunotkun, hljóðstyrkur, ending, hve mikið ryk losnar í andrúmsloftið og sogkraft.

Nýju reglurnar á EES-svæðinu eru til hagsbóta fyrir neytendur þar sem að samkvæmt þeim er mikilvægt að neytendur fái að vita hversu góð vélin er í að ryksuga auk þess sem orkunýtni verður betri.

 

 

Birt:
14. ágúst 2014
Höfundur:
Neytendastofa
Uppruni:
Neytendastofa
Tilvitnun:
Neytendastofa „Hertar reglur um ryksugur taka gildi “, Náttúran.is: 14. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/14/hertar-reglur-um-ryksugur-taka-gildi/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: