Býfluga á gulu blómiEfnarisarnir BAYER og Syngenta, stærstu efnaframleiðendur heims, hafa hafið málsókn gegn Evrópusambandinu vegna banns sambandsins á skordýraeitrinu neonicotinoid eða neonic, sem sannað er að sé ábyrgt fyrir dauða milljóna býflugna um allan heim.

Gríðarmikið átak almennings varð til þess að Evrópusambandið bannaði skordýraeitrið að lokum.

Þetta sætta framleiðendurnir, BAYER og Syngenta sig ekki við enda mikill fjárhagslegur ávinningur í húfi, en skeyta um leið engu um framtíð býflugna eins og að það sé breyta sem engu máli skipti.

BAYER og Syngenta, halda því fram að bannið sé ósanngjarnt og ekki í samræmi við hættuna sem af efnunum stafa. En niðurstöður vísindarannsókna sýna að efnin séu ótvírætt ábyrg fyrir geigvænlegum býflugnadauða sem setur fæðukeðju okkar í algert uppnám verði ekkert að gert.

Taktu þátt í undirskriftasöfnun sem hvetur BAYER og Syngenta til að hætta strax við lögsóknina gegn banninu á neonicotinoid (neonic) sem ógnar býflugnastofni heimsins.

Meira á Nature.com.

Ljósmynd: Býfluga á gulu blómi, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

 

Birt:
13. júlí 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Undarskriftasöfnun til bjargar býflugunum “, Náttúran.is: 13. júlí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/07/13/undarskriftarsofnun-til-bjargar-byflugunum/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: