PaprikuræktunSkýrslan Áburðargjöf í lífrænni ræktun á Íslandi er komin út hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknarverkefnið var unnið í samvinnu við bændur í lífrænni ræktun. Verkefnisstjóri var Christina Stadler.

Fram til þessa hafa grænmetisbændur í lífrænni ræktun einkum notað sveppamassa (1,9% N) til áburðargjafar. En nú hefur verið bannað að nota sveppamassa í lífrænni ræktun vegna þess að hann inniheldur hænsnaskít úr hefðbundinni hænsnarækt. Það er því brýn þörf á því að finna aðra áburðargjafa sem uppfylla næringarþörf plantna og má jafnframt nota í lífrænni ræktun.

Sett var upp pottatilraunin með plöntumoltu (0,9% N), moltu úr búfjáráburði (1,9-2,6% N), smára (3,56% N), leifum frá fiskiðnaði (fiskimjöl, 10,9% N), möluðu fræi af hestabaunum (4,3% N) og innfluttum verksmiðjuframleiddum áburði (216 mg N/l). Áburðinum (800 mg N) var blandað í mismunandi gróðurhúsajarðveg, rýgresi (Lolium perenne L.) sáð og niturupptaka mæld yfir ákveðið tímabil. Úrval af ofangreindum lífrænum áburðum var prófað í basilrækt og í gróðurhúsatilraun með papriku og tómötum. Borið var á 30 cm breitt svæði, alls 200 kg N / ha skipt í fernt (4 × 50) yfir vaxtatímabilið, sem var sjö mánuðir. Uppskera af tómötum og papriku var mæld og jarðvegssýni tekin reglulega og nítrat-N mælt.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru að áburðarnotkun skilaði meiri uppskeru borið saman við uppskeru án áburðar. Aukið N innihald jók uppskeru. Molta úr búfjáráburði gaf sambærilega uppskeru og sveppamassinn. Upptaka niturs í rýgresinu var breytileg eftir tegund áburðar. Pioner complete 6-1-3®, fiskimjöl og smári mældist með mesta upptöku niturs af öllum áburðartegundum. Í hænsnamoltu og hestabaunum var niturupptaka í meðallagi (40-50%). Minnst var upptakan við búfjáráburð, plöntumoltu og sveppamassa. Mismunandi jarðvegur hafði því áhrif á niturupptöku, en í minna mæli en áburðurinn sjálfur.

Fræ af basil spíraði aðeins í pottum án áburðar, með sveppamassa og með áburði frá kúm. Upptaka niturs var lág og sambærileg við niðurstöður úr rýgresistilraun.

Vegna mikils N framboðs í jarðvegi úr gróðurhúsi var ekki marktækur munur milli áburðarliða í tómata og papriku uppskeru og jafnvel ekki í samanburði við liðinn án áburður. Almennt var uppskeran lág. Ástæðan þess var mun minni náttúruleg sólarinngeislun á öllu vaxtartímabilinu samanborið við önnur ár. Áburður hafði veruleg áhrif á nítrat í jarðvegi. Það jók nítrat í jarðveginum að hræra í efsta laginu nokkrum sinnum (t.d. við áburðurgjöf) yfir vaxtatímabilið og ætti því að vera hluti af betri áburðurstjórnun.

Þegar einungis er verið að skoða verð fyrir eitt kg af N, virðist sveppamassi vera ódýr áburður. Hins vegar, þegar athuguð er N nýting, eru bæði fiskimjöl og Pioner complete 6-1-3® jafnvel ódýrari en sveppamassi. Að taka fleiri ár í reikninginn myndi líklega leiða í ljós svipað verð fyrir allar áburðartegundirnar, því að sveppamassi gefur ekki aðeins nítrat á áburðargjafarárinu.

Bann við notkun sveppamassa ætti í raun ekki hafa áhrif á lífræna ræktun grænmetis þar sem til staðar er að minnsta kosti jafn góður áburður (molta úr búfjáráburði) eða jafnvel betri áburður (t.d. fiskimjöl) á svipuðu verði á markaði.

Nákvæmari niðurstöður er að finna í lokaskýrslunni. Skýrslan er nr. 48 í ritröðinni Rit LbhÍ.

Sjá nánar í skýrslunni, smella hér.

Ljósmynd: Paprika, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
7. júlí 2014
Höfundur:
Christina Stadler
Tilvitnun:
Christina Stadler „Áburðargjöf í lífrænni ræktun á Íslandi“, Náttúran.is: 7. júlí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/07/07/aburdargjof-i-lifraenni-raektun-islandi/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 29. janúar 2016

Skilaboð: