Í Bandaríkjunum er um 40% alls matar hent í ruslið. Þar á sér stað vakning varðandi þetta gríðarlega vandamál líkt og hér á landi og annars staðar í Evrópu. 

Vottuð matbjörg (Food Recovery Certified) er fyrsta matbjargar-vottunarmerkið sem viðurkennt er þvert yfir Bandaríkin. Markmið vottunarinnar er að veita þeim fyrirtækjum viðurkenningu sem gefa ónotaðan mat og matarafganga til góðgerðarstarfsemi og gefa fátækum þannig matinn frekar en að urða hann.

Öll fyrirtæki s.s. veitingahús, verslandir, hótel, spítalar, veisluþjónustur, bóndabæir, bændamarkaðir og stúdentamötuneyti geta sótt um vottunina á grundvelli þess að gefa með skipulögðum hætti til góðgerðarstofnana.

Þessa hugmynd væri hægt að hrinda í framkæmd hér á landi og koma þannig gríðarlegu magni matar til þurfandi fjölskyldna og einstaklinga sem eiga ekki til hnífs og skeiðar!

Sjá vefsíðu verkefnisins Food Recovery Network.

Grafík: Merkið Food Recovery Certified ©Food Recovery Network.

 

 

Birt:
30. júní 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Matbjörg vottuð í Bandaríkjunum“, Náttúran.is: 30. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/06/30/matbjorg-vottud-i-bandarikjunum/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: