Dagur hinna villtu blóma
Dagur hinna villtu blóma verður næst haldinn sunnudaginn 15. júní 2014. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta vita á póstfangið hkris@nett.is sem fyrst. Taka þarf fram hvar fólk á að mæta, og á hvaða tíma dagsins 15. júní. Gjarnan mættu einnig fylgja með upplýsingar um hvað markverðast er að sjá á því svæði sem skoðað verður. Upplýsingum verður safnað á vefsíðuna floraislands.is og dagurinn auglýstur eins og gert hefur verið síðastliðin ár.
Árið 2014 verður boðið upp á plöntuskoðunarferðir þann 15. júní sem hér segir:
1. Reykjavík. Mæting kl. 11:00 við Nauthólsvík. Gestir eru hvattir til að taka með sér flóruhandbækur og stækkunargler. Fjallað verður um gróður svæðisins og plöntur greindar. Leiðsögn: Hjörtur Þorbjörnsson og Snorri Sigurðsson.
2. Borgarnes. Mæting kl. 10:00 við fólkvanginn Einkunnir, vestast í landi Hamars við Borgarnes. Leiðsögn: Guðrún Bjarnadóttir og Hilmar Már Arason.
3. Steingrímsfjörður. Mæting kl. 13:30 á Sævangi við Steingrímsfjörð. Genginn verður Kirkjubólshringurinn. Leiðsögn: Hafdís Sturlaugsdóttir.
4. Akureyri, Krossanesborgir. Mæting kl. 11:00 á bílastæðinu norðan við ByKo. Leiðsögn: Sesselja Ingólfsdóttir, Fornhaga.
5. Eyjafjarðarsveit, Leifsstaðabrúnir. Mæting kl. 10:00 á bílastæði við gamla Vaðlaheiðarveg, sunnan við vegamót Leifsstaðabrautar og Eyrarlands. Leiðsögn: Hörður Kristinsson.
6. Egilsstaðir. Mæting kl. 10:00 við suðurenda Urriðavatns. Gengið verður um nágrenni Pálstjarnar og upp á Ekkjufell. Leiðsögn: Skarphéðinn G. Þórisson.
7. Neskaupstaður. Mæting kl. 10:00 við Hjallaskóg (skógræktina) ofan tjaldsvæðis. Leiðsögn: Gerður Guðmundsdóttir.
8. Fáskrúðsfjörður. Göngufélag Suðurfjarða stendur fyrir plöntu-skoðun í Fáskrúðsfirði. Mæting við Sævarenda kl. 10:00. Leiðsögn: Líneik Anna Sævarsdóttir.
9. Skaftafell. Mæting kl. 14:00 við upplýsingamiðstöðina í Skaftafelli. Leiðsögn: Sigurður Ingi Arnarson, landvörður.
Flóruvinir standa fyrir degi hinna villtu blóma, og veita leiðsögn sem sjálfboðaliðar. Ýmsar stofnanir hafa stutt og staðið með flóruvinum að þessum degi á hverjum stað fyrir sig undanfarin ár, meðal annarra Grasagarðurinn í Laugardal, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Hólaskóli, Landbúnaðarháskóli Íslands, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Náttúrusetrið á Húsabakka, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúru-fræðistofur landshlutanna, Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóð-garður.
Ljósmynd: Lambagras, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.
-
Dagur hinna villtu blóma
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Hörður Kristinsson „Dagur hinna villtu blóma“, Náttúran.is: 13. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/06/13/dagur-hinna-villtu-bloma/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.