Mynstur
Eitt af því fyrsta sem við tökum eftir þegar við skoðum náttúrulegt vistkerfi er að ákveðin mynstur birtast reglulega, í mörgum tilfellum og í mismunandi stærðarhlutföllum. Þessi mynstur koma fyrir bæði í tíma og rúmi.
Á meðan tímamynstur hafa mótandi áhrif á venjur okkar, höfum við oft gefið sjónrænum mynstrum gaum, en þá í nafni fegurðar. Samt sem áður er það staðreynd að algengustu mynstur náttúrunnar hafa þróast í árþúsundir því þau eru skilvirkustu leiðir til lífs.
Á meðan skilyrði á yfirborði jarðarinnar hafa breyst mikið gegnum tíðina, hefur lífið ávallt aðlagast í því skyni að lifa af og dafna. Áskorun okkar er að skilgreina virkni og styrkleika mynstrana og beita þeim þar sem við á í okkar lífsviðurværi.
Rannsóknir á mynstrum og árangursríka notkun þeirra í hönnun er heillandi viðfangsefni. Niðurstöðurnar benda á ákveðna lykilþætti sem geta nýst okkur við hönnun.
Mynd: Spírallinn er algengt mynstur í náttúrunni.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Hulda Pálsdóttir „Mynstur“, Náttúran.is: 2. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/31/mynstur/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 31. maí 2014