Náttúran.is hefur nú lokið við fyrsta áfanga nýs Endurvinnslukorts hér á vefnum og býður þér að skoða afraksturinn.

Tilgangur Endurvinnslukortsins er að fræða almenning um endurvinnslu og gefa eins fullkomið yfirlit og mögulegt er yfir hvar á landinu sé tekið við hverjum endurvinnsluflokki. Í raun er nú engin afsökun lengur til fyrir því að flokka ekki sorpið sitt og koma því til endurvinnslu. 

Nágrenni:
Á Endurvinnslukortinu er hægt að sjá hvaða þjónusta er í boði í nágrenni, í radíus frá 100 metrum til 100 kílómetra. Staðsetning miðast við hnit innslegins heimilisfangs eða reiknaða staðsetningu tölvu eða handtækis. Draga má punktinn um kortið til að sjá þjónustu í nágrenni annara staða.           

Flokkar:
Til að einfalda aðgengi að því sem leitað er að eru upplýsingar um hina ýsmu endurvinnsluflokka settar upp í 12 yfirflokka. Yfirflokkarnir eru: Plast, Eiturefni, Flöskur og dósir, Gler, Garðaúrgangur, Molta, Fatnaður, Málmar, Heimilið, Bílar, Raftæki og Pappír. Undir hverjum yfirflokki eru síðan tilheyrandi endurvinnsluflokkar með táknmyndum (Fenúr flokkunarmerkin, grænar táknmyndir og aukaflokkar, svart-hvítar táknmyndir) með skýringatextum og sem tengjast þeim móttökustöðvum á landinu sem taka við viðkomandi flokki, bæði á kortinu sjálfu og í lista.

Þjónusta:
Ef slegið er inn nafn sveitarfélags sjást útlínur sveitarfélagsins og einnig er hægt að slá inn heiti stöðvar, sem getur verið hjálplegt vilji maður vita hvar ákveðin stöð er staðsett og hverju hún tekur á móti. Síðan er hægt að velja tegundir móttökustöðva þ.e.; Móttökustöð, Grenndargám, Gámastöð og Flöskumóttöku og sjást þá allar stöðvar af tiltekinni gerð á landinu. Undir Þjónustu, í listanum til hægri sést svo hvaða tunnuþjónustur eru í viðkomandi sveitarfélagi. Ef smellt er á táknmyndirnar á kortinu sjálfu birtist nafn stöðvarinnar og heimilisfang og við frekari smell birtist rekstraraðili og þeir endurvinnsluflokkar sem tekið er á móti á tiltekinni stöð.

Þú getur valið á milli nokkurra gerða af grunnkortum með því að smella á hnappinn efst t.h. á kortinu.

Kíktu inn og sjáðu hvernig nýja Endurvinnslukortið virkar og leyfðu okkur að heyra hvernig líkar, skrifaðu okkur á natturan@natturan.is.

Grafík: Skjáskot úr Endurvinnslukortinu með staðsetningarpunkt í austurbæ Kópavogs með radíus 1,2 km. 

Birt:
May 30, 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýtt Endurvinnslukort komið í loftið“, Náttúran.is: May 30, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/30/nytt-endurvinnslukort-komid-i-loftid/ [Skoðað:June 16, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Aug. 5, 2015

Messages: