Hjólaskóli Dr. Bæk og íþróttafélaganna bjóða upp á námskeið í hjólafærni
Hjólaskóli Hjólafærni og Dr. Bæk verður með þrjú námskeið í sumar fyrir börn á aldrinum 9 – 12 ára (fædd 2002-2005).
Markmið hjólaskólans er að efla öryggi og færni barna á hjólinu. Farið verður yfir stillingar á hjóli og hjálmi. Æfð hjólatækni með leikjum og þrautum, hjólað í hóp um hverfið auk þess sem börnin munu læra helstu reglur og viðmið í umferðinni. Námskeiðið er hálfur dagur eða þrír klukkutímar fyrir utan einn dag sem er sex klukkutímar. Þá verður farið í lengri hjólaferð um borgina og boðið verður upp á pylsur og safa. Það mun ráðast af veðurspá hvenær langa hjólaferðin verður. Hún mun þó alltaf fara fram á seinni hluta námskeiðs.
- Börnin þurfa að vera klædd eftir veðri.
- Létt nesti þarf alla dagana.
- Boðið verður upp á grillveislu í löngu hjólaferðinni.
- Skylda er að vera með hjálm.
Námskeiðin fara öll fram frá kl. 13:00 – 16:00. Langi dagurinn er frá kl. 10:00 – 16:00.
- námskeið: Haldið dagana 10. – 13. júní (4 dagar) við Laugardalslaug. Mæting við aðalinngang laugarinnar.
- námskeið í samstarfi við íþróttafélagið FRAM: Haldið dagana 16. – 20. júní (4 dagar) í Úlfarsárdalnum. Ekki er kennt þriðjudaginn 17. júní. Mæting við Framheimilið, Úlfarsbraut 126, 113 Reykjavík.
- námskeið í samstarfi við íþróttafélagið FYLKI: Haldið dagana 23. – 27. júní (5 dagar) í Norðlingaholti. Mæting við Fylkissel, Norðlingabraut 12, 110 Reykjavík.
Umsjón með námskeiðunum hafa grunnskólakennararnir Bjarney Gunnarsdóttir og Sesselja Traustadóttir. Þær hafa einnig lokið kennaranámskeiði í Hjólafærni.
Hægt er að skrá sig á námskeiðin hér.
Nánari upplýsingar um verð og afslætti á hjolafaerni@hjolafaerni.is eða í síma 696 3984.
Grafík: Hjól og skór, Signý Kolbeinsdóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Sesselja Traustadóttir „Hjólaskóli Dr. Bæk og íþróttafélaganna bjóða upp á námskeið í hjólafærni“, Náttúran.is: 27. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/27/hjolaskoli-dr-baek-og-ithrottafelaganna-bjoda-upp-/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.