Markmið: Læra nöfn á bekkjarfélögum, standa upp og fá athyglina (koma fram). Góð hreyfing.

Aldursmörk: Frá 2 ára

Gögn: Engin.

Leiklýsing: Börnin sitja í hring og syngja (lagið er meistari Jakob):
„Hvar er Anna? Hvar er Anna? Stattu upp, stattu upp“ (Anna stendur upp)
„Komdu sæl og blessuð. ÆKomdu sæl og blessuð … sestu nú, sestu nú” (og hún sest niður).

Svona er sungið um öll börnin.

Birt:
24. maí 2014
Tilvitnun:
Unnur Sigurðardóttir, Anna Björg Leifsdóttir „Standa sitja“, Náttúran.is: 24. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/24/standa-sitja/ [Skoðað:3. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. ágúst 2014

Skilaboð: