Aðalfundur Samtaka grænmetisæta á Íslandi verður haldinn þ. 24.maí nk. kl 14:00 í sal Lifandi markaðar Borgartúni 24.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár
  2. Staðfesting á fjármálum samtakana
  3. Breytingar á lögum félagsins
  4. Kosning um viðurkenningar á vegum samtakana
  5. Kosning stjórnar félagsins
  6. Önnur mál

Óskað er eftir tilnefningum um hverjum félagar vilja veita hvatningarverðlaun samtakanna - kosið verður úr tillögum á fundinum og verðlaunin afhent formlega skömmu síðar.

Allir eru velkomnir á fundinn en aðeins skráðir félagsmenn geta kosið um málefni og boðið fram krafta sína. Allir áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í félagið með því að senda tölvupóst á samtok@graenmetisaetur.is en einnig verður boðið upp á skráningu í samtökin á fundinum sjálfum.

Sjá Facebooksíðu samtakanna.


Birt:
19. maí 2014
Tilvitnun:
Samtök grænmetisæta á Íslandi „Aðalfundur Samtaka grænmetisæta 2014“, Náttúran.is: 19. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/19/adalfundur-samtaka-graenmetisaeta-2014/ [Skoðað:1. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: