Umhverfisvaktin við Hvalfjörð verður með opið hús í Garðakaffi á Akranesi nk. þriðjudagskvöld, 20. maí, kl. 20:00.
Gyða S. Björnsdóttir, nýútskrifuð með meistaragráðu frá umhverfis- og auðlindadafræði við  HÍ, kynnir meistaraverkefni sitt: „Sýnir sauðfé við Hvalfjörð merki um líffræðilegt álag af völdum mengunar?“

Sigurður Sigurðarson dýralæknir fjallar um áhrif flúors á búfénað og les kafla úr 2. bindi ævisögu sinnar sem kemur út í haust, á 75 ára afmæli hans. Gestum gefst tækifæri til að skrá sig á heillaóskaskrá afmælisritsins (Tabula gratulatoria).
Sýndar verða ljósmyndir sem einstaklingar hafa tekið á ýmsum tímum af útsleppi frá verksmiðjusvæðinu á Grundartanga. Þar á meðal er röð af ljósmyndum frá Jónsmessukvöldi í fyrra, teknum af Bergþóru Andrésdóttur á Kiðafelli.

Fyrirspurnir og umræður. Verið velkomin!

Ljósmynd: Póstkort sem Umhverfisvaktin við Hvalfjörð gaf út til að minna á það að það þarf heila þjóð til að gæta fjöreggsins.


Birt:
16. maí 2014
Tilvitnun:
Ragnheiður Þorgrímsdóttir „Frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð“, Náttúran.is: 16. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/16/fra-umhverfisvaktinni-vid-hvalfjord/ [Skoðað:24. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: